MI í frjálsum 15-22 ára


Krakkarnir í UMSE gera það ekki endasleppt á mótunum, en Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 var haldið á Sauðárkróki s. l. helgi. Ari Jósavinsson, þjálfari sendi okkur skýrslu sem lesa má hér.

"MÍ 15-22 ára var haldið á Sauðárkróki um helgina og það á ekki af okkur að ganga að keppa í þessu vind...... . Fyrirfram var búist við því að 15-16 ára strákarnir yrðu í mikilli stigabaráttu sem varð raunin en því miður skildi einungis eitt stig að á milli okkar og liðs ÍR, sannarlega svekkjandi þar sem við höfðum 5 stiga forskot fyrir síðustu grein.

En mótið byrjaði heldur óvænt þar sem Jeff Chris Hallstrom Samherjum varð Íslandsmeistari í stangarstökki með risabætingu (2.85m ) Frábært hjá drengnum

Í lok fyrri dags urðu 15-16 ára strákarnir Íslandsmeistarar í 4x100m boðhlaupi og sigruðu nokkuð örugglega. Í sveitinni voru Jónas Rögnvaldsson, Egill Ívarsson, Jeff Chris Hallstrom úr Samherjum og Anton Orri Sigurbjörnsson Grenivík.

Aðrir sem unnu til verlauna voru:

Steinunn Erla Davíðsdóttir Smáranum með silfur í 400m og 4x100m boðhlaupi
Harpa Konráðsdóttir Reyni með silfur í 4x100m og brons í Kúlu
Arna Baldvinsdóttir með silfur í boðhlaupi og lenti tvisvar í 4. sæti (kringlu og spjótkasti) eftir að vera í 3. sæti fyrir síðustu umferð
Guðlaug Jana Sigurðardóttir Smáranum vann silfur í 4x100m boðhlaupi
Jónas Rögnvaldsson Samherjum náði bronsi í 200m og 400m og varð naumlega í 4. sæti í 100m
Egill Ívarsson Samherjum náði silfri í 400m og bronsi í 300m grind og stangarstökki
Anton Orri Sigurbjörnsson varð 3. í 1500m og 2. í 3000m
Tómas V Valdimarsson varð 3. í kringlu og 4. í kúlu
Leó Pétur Magnússon Ólafsfirði varð 6. í kringlu og kúlu og 5. í sleggjukasti en hann bætti sig í öllum greinum
Kristján Rögnvaldsson Samherjum keppti í 100m,200m,400m og 300m grind og náði í topp 6 í öllum þessum greinum
Ásgeir Frímannsson Samherjum varð 9. í hástökki

Steinunn, Jónas, Egill og Kristján náðu síðan langþráðri bætingu í 200m og Jeff varð einungis 0,17 sek frá úrvalslágmarki í 300m grind en hann var að hlaupa hana í fyrsta skipti

15-16 ára sveinar lentu í 2. sæti í stigakeppni félagsliða og vantaði bara eitt stig til að vinna eins og áður sagði og var mjög vont að þurfa að kyngja því eftir að hafa leitt frá fyrstu grein.

15-16 ára meyjar ( Steinunn, Guðlaug, Arna og Harpa) voru í 4. sæti í sinni stigakeppni og í heildina lentum við í 6. sæti með 113 stig ( HSÞ með 114 stig) en á sama móti í fyrra enduðum við með 53 stig

Takk fyrir helgina þetta var flott frammistaða krakkar

Kveðja Ari og Edda"