Minjasafnið á Akureyri - Viltu eignast gamla ljósmynd?

Áttu laust veggpláss? Viltu eignast fallega ljósmynd eða gefa öðruvísi gjöf?
Ef svo er þá skaltu ekki láta ljósmyndasölu Minjasafnsins á Akureyri helgina  24. og 25. nóvember kl. 14-16 fram hjá þér fara!
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Minjasafnsins er heil ljósmyndasýning til sölu. Hér er um að ræða ljósmyndasýninguna MANSTU – Akureyri í myndum sem sett var upp í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Sýninguna prýða ljósmyndir frá ýmsum tímum eftir ólíka ljósmyndara.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir unga sem aldna Akureyringa, brottflutta, aðflutta og vini Akureyrar  til þess að eignast mynd eða gefa ljósmynd til að prýða veggi heimilisins eða vinnustaðarins. Á sölusýningunni má sjá marga konfektmola fyrir áhugasama um sögu Akureyrar í myndum og fagurkera sem sjá myndir á vegg sem augnkonfekt og gera hús að heimili .

Vilt þú eignast mynd af til dæmis spekingslegum strákpöttum á gúmmískóm í fjörunni á Akureyri um 1960, byggingasmiðum við smíði norðurhluta Torfunesbryggju 1927, Kaupvangstrætinu (Gilinu) uppúr 1960, fjörunni 1850, ráðhústorginu 1922 sem þá var kallað „Sóðavík“  og/ eða smábátahöfninni við Slippinn 1957?? Viltu eignast fyrstu litmyndina af Akureyri sem tekin var 1943 eða myndir úr verksmiðjunum Sjöfn, Flóru og Kjötiðnaðarstöðinni Kea frá 1966 nú eða mynd af Akureyri 1962?

Ekki missa af þessu tækifæri til að eignast ljósmynd úr sýningunni MANSTU – Akureyri í myndum.

Síðustu sýningardagar eru fimmtudagur 22. nóv – sunnudagsins 25. nóv salan er eingöngu á laugar-og sunnudag.

Meðfylgjandi ljósmynd: Ráðhústorg á Akureyri 1961. Ljósmyndari: Gunnar Rúnar Ólafsson/Minjasafnið á Akureyri

 

Með afar góðri kveðju,
KRISTÍN SÓLEY BJÖRNSDÓTTIR
Kynningarstjóri
kristinsoley@minjasafnid.is

MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI
Aðalstræti 58
600 Akureyri
s.462-4162
http://www.minjasafnid.is/