Nú skal fagna þrettándanum

HALLÓ !

Jæja, þá eru jólasveinarnir farnir, gamanið að verða búið hjá hrútunum og svona farið að hææægjast um, nema…..

   ÞRETTÁNDAGLEÐIN

verði að veruleika í ár eins og í fyrra.  Hestamannafélagið Funi ásamt Kvenfélaginu Hjálpinni boða til fagnaðarins í Funaborg á Melgerðismelum laugardagskvöldið 10. jan. n.k. kl. 20:30.  Við tröppum okkur niður eftir jólaátið og höfum súpu og brauð, hlustum á glens og grín og bregðum undir okkur dansfætinum fram eftir nóttu við undirleik „Í sjöunda himni”.  Aðgangseyrir er 2.000 krónur (í bein-hörðum, engin kort).  Áhugasamir þátttakendur skrái sig hjá Lillu (4631511 / 8678104 / gullbrekka@simnet.is) eða Siggu Rósu (8985468 / siggaros@nett.is) í síðasta lagi á fimmtudagskvöldinu 8. janúar.

 Skemmtinefnd Funa og
vinnuhópur 3 kvf. Hjálparinnar