Ný stjórn Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar

Leifsstaðir
Leifsstaðir

Aðalfundur Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar var haldinn miðvikudaginn 8. janúar sl. á veitingastaðnum Silvu Syðra-Laugalandi. Auk venjubundinna aðalfundarstarfa var farið yfir stöðu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit sem er afar blómleg, mikið og fjölbreytt þjónustuframboð til staðar. Fjölmörg tækifæri eru til staðar til eflingar þjónustu við þá ferðamenn sem vilja njóta sveitarinnar og alls þess sem hún hefur upp á að bjóða. Úrval veitingastaða með mikla sérstöðu eru í sveitinni, fjölbreytt framboð gistingar, söfn, gallerí, matur beint frá býli, frábær sundlaug, íþróttamiðstöð, gott tjaldstæði, golfvellir og falleg náttúra.
Ný stjórn var kjörin og er hún nú þannig skipuð;
Karl Jónsson, Lamb Inn Öngulsstöðum, formaður
Berglind Mari Valdemarsdóttir, Smámunasafninu
Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Dyngjunni listhúsi
Guðmundur J Guðmundsson, Holtsseli, varamaður.
Eitt af stóru verkefnum stjórnar félagsins verður að efla og stækka félagaskrána og eru allir þeir hagsmunaaðilar sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins beðnir um að hafa samband við formann þess, Karl Jónsson, í síma 691-6633 eða á netfanginu karl@lambinn.is.