Nýr leikskólastjóri Krummakots

Gengið hefur verið frá ráðningu nýs leikskólastjóra. Það er hún Erna Káradóttir sem hefur verið ráðin til starfsins og mun hún hefja störf í ágúst.

Erna Káradóttir

Erna er uppalin á Akureyri en hefur verið búsett að mestu á höfuðborgarsvæðinu frá því hún fór þangað í nám. Erna útskrifaðist úr Fósturskóla Íslands árið 1996 og hefur starfað á leikskóla síðan, þar af um 15 ár sem leikskólastjóri. Erna hefur starfað við leikskóla innan Hjallastefnunnar frá árinu 2004 og tók m.a. þátt í að opna smábarnaskóla í Hafnarfirði. Síðustu ár hefur hún verið leikskólastjóri á Litlu Ásum í Garðabæ.

Erna er öflug, vingjarnleg og jákvæð með mikla reynslu af leikskólastarfi og leikskólastjórnun. Hlökkum við til að fá hana til starfa.