Opinn íbúafundur um viðburðahald í Eyjafjarðarsveit, 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla

Fréttir

Fulltrúar félaganna sem unnu að Handverkshátíðinni hafa fundað og tekið sameiginlega ákvörðun um að halda ekki Handverkshátíð í þeirri mynd sem hún var.

Á fundinum óskuðu félögin eftir þátttöku íbúa í umræðum um hverskonar viðburði íbúar vilja sjá og/eða stuðla að. Leitað var til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, skammstafað SSNE, um aðstoð að slíkum fundi og hefur Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri tekið það að sér.

Fundurinn verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. apríl kl. 20:00 í mötuneyti Hrafnagilsskóla og er hann opinn öllum. Stutt könnun er tilbúin fyrir fundinn sem allir mega svara, óháð mætingu. Díana mun svo skýra frá niðurstöðum á fundinum, einnig mun hún taka saman greinagerð í lok fundarins sem verður aðgengileg öllum.

Könnunina má finna hér:

https://www.surveymonkey.com/r/GLXS3FV

Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem fólk er nýtt í sveitinni eða hokið af reynslu. Kaffi og gott með því verður á boðstólum.

Með von um góðar undirtektir og umræður,
Hjálparsveitin Dalbjörg
Ungmennafélagið Samherjar
Kvenfélagið Aldan
Kvenfélagið Iðunn
Kvenfélagið Hjálpin
Hestamannafélagið Funi
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi