Siðareglur samþykktar

Á fundi sínum 14. febrúar s.l. samþykkti sveitarstjórn siðareglur fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur Eyjafjarðarsveitar.

Markmið reglanna er að skilgreina það hátterni og viðmót sem ætlast er til að kjörnir fulltrúar og stjórnendur sýni af sér við störf sín fyrir hönd Eyjafjarðarsveitar. Með kjörnum fulltrúum er átt við sveitarstjórnarfulltrúa sem og alla aðra sem kjörnir eru til setu í nefndum og ráðum hjá Eyjafjarðarsveit.

Siðareglurnar má sjá með því að smella hér.