Skjálfandamót HFA og Völsungs 2020 fer um Eyjafjarðarsveit 20. júní kl. 9:00-11:00

Fréttir

Búast má við aukinni umferð hjólreiðamanna um Eyjafjarðarsveit laugardaginn 20. júní en þá standa Hjólreiðafélag Akureyrar og Völsungur að stigamóti í götuhjólreiðum.
Ræst verður frá Akureyri kl. 9:00 og mun allt að 30 manna hópur hjóla frá Akureyri um Miðbraut hjá Hrafnagili og norður í Vaðlaheiðargöng. Keppnisleiðin endar á Húsavík og er áætlað að henni ljúki um kl. 14:00 en hér má sjá kortmynd sem sýnir ágætlega hvar leiðirnar liggja.
Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka gát á þessum tíma.