Skólaakstur og almenningssamgöngur - niðurstöður könnunar

Á yfirstandandi skólaári hefur verið gerð tilraun með samþættingu skólaaksturs og almenningssamgangna í sveitarfélaginu.
Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri var fengin til að gera könnun í Eyjafjarðarsveit um ýmis mál þessu tengd í sveitarfélaginu. Könnunin var framkvæmd þannig að hringt var í öll heimili í sveitarfélaginu og spurt nokkurra spurninga er varðaði málefnið. Í gær kynntu fulltrúar RHA niðurstöðurnar fyrir sveitarstjórn, skólanefnd, stjórn foreldrafélagsins, skólaráði og skólastjórnendum.

Niðustöður könnunarinnar má sjá hér.