Skólahald lagt niður á morgun, föstudag og íþróttamiðstöð lokuð

Fréttir

Allt skólahald í Eyjafjarðarsveit mun liggja niðri á morgun sökum viðvarana frá Almannavörnum og Veðurstofunni, þá mun íþróttamiðstöðin einnig vera lokuð.

Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með veðurspá og leggja mat á það hvort þeir fara af stað á morgun. Útlit er fyrir að veður verði skaplegt sumstaðar í sveitarfélaginu í fyrramálið en skelli síðan á með látum fyrir hádegi og fram eftir degi en þó á það að ganga niður upp úr kvöldmat. Samkvæmt Veðurstofunni er appelsínugul viðvörun í gangi á svæðinu frá klukkan 10:00-22:00.

Ekkert liggur fyrir með snjómokstur að svo stöddu, líklegt er að snjólétt verði í fyrramálið en snjóbylur á að vera seinnipartinn og ekki hægt að segja til um á þessari stundu hvernig snjómokstri verði háttað. Við setjum inn upplýsingar hér um leið og eitthvað meira liggur fyrir.