Sölusýning og stóðréttardansleikur

Mikið verður um að vera á Melgerðismelum laugardaginn 3. október n. k.  Í framhaldi af stóðréttinni kl. 13, stendur Hrossaræktarfélagið Náttfari fyrir sölusýningu. Ótamin tryppi verða þá sýnd í Melaskjóli og tamin hross á hringvellinum við stóðhestahúsið.

Um kvöldið heldur svo Hestamannafélagið Funi stóðréttardansleik í Funaborg. Húsið opnar kl 22:00 og mun hljómsveitin Í sjöunda himni leika fyrir dansi fram á morgun.