Starf í leikskólanum Krummakoti auglýst til umsóknar

Leikskólinn Krummakot í Eyjafjarðarsveit óskar eftir að ráða leikskólakennara eða starfsmann með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfi með leikskólabörnum.

Um er að ræða 100% starf frá 1. nóvember eða fyrr.

Leitað er eftir starfsmanni sem hefur:
• Mikinn áhuga á uppeldi og menntun barna
• Ánægju af starfi með börnum
• Góða samskipta- og samstarfshæfileika
• Áhuga á faglegri uppbyggingu leikskólastarfs

Krummakot er þriggja deilda leikskóli staðsettur í Hrafnagilshverfinu, 10 km sunnan Akureyrar. Fjöldi nemenda er rúmlega fimmtíu og deildir aldursskiptar. Verið er að innleiða Jákvæðan aga og markvisst unnið með læsi, dygðir, umhverfisstarf, hreyfingu og tónlist. Heimasíða Krummakots er www.krummi.is

Krummakot vinnur markvisst að því að jafna stöðu kynjanna á vinnustaðnum og hvetur karla jafnt sem konur að sækja um starfið. Það er til samræmis við jafnréttislög no. 10/2008

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga.

Allar nánari upplýsingar veitir Hugrún Sigmundsdóttir leikskólastjórnandi í síma 464-8120/ 892-7461, netfang krummakot@krummi.is

Umsóknum skal skilað á netfangið krummakot@krummi.is

Umsóknarfrestur er til 19. október n.k.