Stígur frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar - skipulagslýsing

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi varðandi stíga frá Hrafnagilshverfi til Akureyrar. Ætlunin er að breyta gönguleið GL-1 og reiðleið HL-1 þannig að stígarnir verða færðir saman, nær þjóðvegi og langhalli minnkaður á þeim. Skipulagslýsinguna má sjá með því að smella hér, en hún liggur einnig frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar til 30. nóv.

Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna lýsingarinnar eru beðnir að senda þær skriflega til Eyjafjarðarsveitar í seinast lagi 30. nóv. n.k.

Sveitarstjóri