Sumarlokun bókasafnsins

Fréttir

Þá er sumarið vonandi á næsta leiti og því fylgir að almenningsbókasafnið lokar þar til í byrjun september.
Miðvikudagurinn 31. maí er síðasti opnunardagur á þessu vori.
Þá er opið frá kl. 14:00-17:00.

Minnum annars á opnunartíma safnsins:
Þriðjudagar frá 14.00-17.00
Miðvikudagar frá 14.00-17.00
Fimmtudagar frá 14.00-18.00
Föstudagar frá 14.00-16.00

Gott væri að minna skólabörnin á að skila því sem þau eru með af safninu.

Ég vil þakka öllum þeim sem nýttu sér safnið í vetur.
Vonandi verða enn fleiri næsta vetur sem koma í heimsókn og nota sér það sem hér er í boði.

Með sumarkveðju,
bókavörður.