Sumarstarf - flokkstjóri vinnuskóla

Eyjafjarðarsveit óskar eftir starfsmanni í stöðu flokkstjóra vinnuskóla í sumar.

Starf flokkstjóra felst í að stjórna starfi nemenda vinnuskólans, leiðbeina nemendum og fræða þá um rétt vinnubrögð og verkþætti í starfinu, halda skýrslu um mætingar og ástundun nemenda og vinna markvisst að því að efla liðsheild og góða líðan nemenda í vinnuskólanum.

Starfstími vinnuskólans er 9 vikur, frá byrjun júní fram í ágúst.

Leitað er að einstaklingi sem er góð fyrirmynd, stundvís og vinnusamur, sjálfstæður, skipulagður og sýni frumkvæði í starfi. Reynsla af starfi með unglingum er kostur. Bílpróf er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 9. apríl 2018.

Umsóknum skal skilað, ásamt ferilskrá og upplýsingum um meðmælendur, á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.

Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar í síma 463-0600 eða í tölvupósti á netfangið esveit@esveit.is.