Syðri-Varðgjá, aðalskipulagsbreyting

Aðalskipulagsauglýsingar

Tillagan er um að íbúðarsvæði ÍS6 breytist þannig að inn á það komi verslunar- og þjónustusvæði og íbúðum verður fækkað úr 42 í 41. Tillöguna má sjá á uppdrætti með því að smella hér og í meðfylgjandi greinargerð . Hún mun einnig liggja frammi hjá Skipulagsstofnun og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 26. mars til 7. maí 2012.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 7. maí 2012.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar fyrir 21. mars 2012.
Sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar