Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru

Fréttir

Sýning á heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru verður í Laugaborg, föstudaginn 3. desember kl. 20:00.

Í heimildamyndinni Milli fjalls og fjöru er sagt frá skógum á Íslandi og rakin saga skógarnytja, skógeyðingar og skógræktar á Íslandi. Hérna kemur fyrir almenningssjónir fræðileg kvikmynd með ljóðrænu ívafi. Fræðslunni er beint að áhugafólki um land og sögu, landgræðslu og skógrækt, lærðum sem leikum.
Aðgangur er ókeypis en frjálst framlag er vel þegið við innganginn.

Leikstjóri og höfundur Milli fjalls og fjöru er Ásdís Thoroddsen og tónlist samdi Hildigunnur Rúnarsdóttir. Gjóla ehf. framleiddi með fjárstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, Loftslagssjóði, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Hagþenki – félagi fræðihöfunda og námsgagnahöfunda.

Gjóla ehf.
www.gjola.is
gjola@gjola.is