Þakkir frá Rarik

Á liðnu sumri lagði RARIK jarðstreng frá Þórustöðum að Laugalandi. Þessi strenglagning er hluti af því verkefni að koma öllu dreifikerfi RARIK í Eyjafirði í jörð. Til þess að svona verkefni gangi vel þurfa allir sem að því koma að leggja sitt að mörkum. Það er mat RARIK að svo hafi verið og slíkt ber að þakka. Landeigendum, ábúendum og öðrum hlutaðeigandi aðilum eru þökkuð góð samskipti og samvinna í sumar.
Starfsmenn RARIK á Norðurlandi.