Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2009


Þorrablót   Eyjafjarðarsveitar verður haldið í Íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 31. janúar n.k.
Bændur, búleysingjar og brottfluttir velkomnir ásamt gestum.
Miðapantanir sunnudagskvöldið 25. jan. og mánudagskvöldið 26. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00 í símum:
thorrablotsmynd_120
463-1242 / 894-0700 Jóna og Sverrir
586-2928 / 660-3618 Sirra og Einar
463-1272 / 894-1273 Rósa og Gutti
Miðarnir verða seldir í anddyri sundlaugarinnar á Hrafnagili þriðjudagskvöldið 27. jan. og miðvikudagskvöldið 28. jan. á milli kl. 20:00 og 22:00.

Húsið opnar kl: 20:00 en dagskráin hefst stundvíslega kl: 20:45 með áti, glaumi og gleði. Munið að hafa nóg í trogunum og þar til gerð áhöld með.  (Diska og hnífapör). Glös verða á staðnum.

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar sér um fjörið.

Miðaverð 3.500 kr. ATH! Tökum ekki greiðslukort. Aldurstakmark: árgangur 1992 og eldri.