Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2017

Þorrablót Eyjafjarðarsveitar verður haldið í íþróttahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 28. janúar næstkomandi.
Veislustjóri verður hinn frábæri ÓSKAR PÉTURSSON. Hljómsveitin EINN OG SJÖTÍU sér um að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Húsið verður opnað kl. 19:30 og blótið sett kl. 20:30. Að vanda taka þorrablótsgestir matartrog með sér að heiman troðin kræsingum. Glös verða á staðnum en gestir hafa með sér annan borðbúnað. Kaffisala verður að loknu borðhaldi.
Tekið verður á móti miðapöntunum sem hér segir:
Fimmtudaginn 19. og föstudaginn 20. janúar frá kl. 20:00-22:00 hjá neðanskráðum:
Tinna s: 862 6173 eða í netfangið: tinnau@simnet.is,
Sveinn í s:840 7420
Ívar í s: 617 5203.
Sala aðgöngumiða fer fram í anddyri Íþróttahússins 23. og 24. janúar frá klukkan 20:00- 22:00. Ósóttir miðar verða seldir, ekki verður tekið á móti greiðslukortum.
Miðaverð er 4700 kr. Aldurstakmark á blótið er árið 2000.
Mætum öll og fögnum þorranum saman eins og okkur einum er lagið.
Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar.