ÞORRABLÓT EYJAFJARÐARSVEITAR 2022

Fréttir

Ójá – við ætlum að halda þorrablót!!! Ekki hefðbundið blót í íþróttasalnum heldur RAFRÆNT þorrablót þann 29. janúar kl. 21:00. Svo ykkur er óhætt að fara að viðra sparifötin, móta þorrakúluna ykkar (stærð hennar fer eftir þeim samkomutakmörkunum sem verða ríkjandi þetta kvöld), undirbúa matarmálin (hægt verður að panta tilbúna þorrabakka) og bara almennt fara að hlakka til!!
Við verðum með tilbúna rafræna dagskrá handa ykkur svo það eina sem þið þurfið að gera er að opna skjáinn og eiga GEGGJAÐA kvöldstund fyrir framan hann. Skoðið facebook síðuna Þorrablót Eyjafjarðarsveitar, líkið við hana og finnið ennfremur „viðburðinn“ Þorrablót Eyjafjarðarsveitar 2022. Skráið endilega þátttöku ykkar (going) og þá eruð þið sjálfkrafa þátttakendur í frábæru happdrætti þar sem veglegir vinningar verða í boði. Allt þetta verður aðgengilegt og ókeypis fyrir alla þetta kvöld – líka þá sem eru í sóttkví, einangrun og óbólusettir.
Við hlökkum mikið til - Rafræna þorrablótsnefndin.