Til barna, foreldra og forráðamanna!

Frá og með 1. janúar 2011 breytist reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Börnum yngri en 10 ára verður þá óheimill aðgangur að sund- og baðstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
Ekki verður leyfilegt fyrir viðkomandi að hafa fleiri en tvö börn í sinni umsjón, nema um sé að ræða foreldri eða forráðamann þeirra.

Virðingarfyllst,
starfsmenn íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar