Til íbúa Eyjafjarðarsveitar

Kynningarfundur um hugsanlega sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli verður haldinn í Félagsborg fimmtudaginn 22. febrúar næstkomandi kl. 20:30.

Fundurinn er haldinn í ljósi þess að nokkur umræða hefur verið um þessa hugmynd innan sóknarnefnda prestakallsins. Kynnt verður hvað felst í sameiningu sókna, kostir þess og gallar kynntir og ræddir. Markmið fundarins er að stuðla að umræðu um þetta málefni. Allir velkomnir sem láta sig hag kirkjunnar varða.

Gestur fundarins verður sr. Jón Ármann Gíslason, prófastur á Skinnastað.

Sóknarnefndir í Laugalandsprestakalli.