Tilkynning frá Hrafnagilsskóla - nánari upplýsingar um skólastarf fimmtudags klukkan 9:00 í fyrramálið.

Fréttir
Mikið fannfergi hefur verið í óveðrinu síðustu daga.
Mikið fannfergi hefur verið í óveðrinu síðustu daga.

Komið þið sælir foreldrar og forráðamenn.
Nú er orðið ljóst að skólahald mun raskast á morgun fimmtudaginn 12. desember.
Skólabílar keyra ekki á morgun þar sem enn er ófært á öllum leiðum innan sveitar og þó að veðrinu sloti næstu nótt þá á eftir að ryðja og opna leiðir.

Enginn skóli verður frá 8:15 - 9:55 en skoðað verður með að opna skólann kl. 10:00 fyrir þá nemendur sem komast. Ekki verður hægt að fylgja stundaskrá og opnunin verður einnig skoðuð með tilliti til hvort starfsfólk komist til vinnu.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með tilkynningum í fyrramálið í gegnum upplýsingasíma skólans 8781603, á heimasíðu eða með netpósti en ekki er öruggt að svarað verði í skólasímann strax í fyrramálið. Upplýsingar um skólahald munu liggja fyrir ekki seinna en klukkan níu á morgun.
Bestu kveðjur,
skólastjóri.

Because of very bad weather there will be no school buses tomorrow Thursday December 12th. and the school will be closed from 8:15 - 9:55.
At 9 o'clock an announcement will be made whether the school will open at 10 o'clock.
Best regards,
school administrators.

Hrund Hlöðversdóttir
Hrafnagilsskóli