Tilkynning frá lögreglunni vegna almannavarnaæfingar

Laugardaginn 30. apríl verður almannavarnaæfing haldin við Þverá í Eyjafjarðarsveit milli kl. 10 og 14. Reikna má með að vegurinn þar verði lokaður á meðan á æfingunni stendur. Vegfarendur eru beðnir um að sýna þessu skilning, virða lokanir og aka aðra leið rétt á meðan.