Tónleikar Skólakórs Hrafnagilsskóla

Skólakór Hrafnagilsskóla verður með tónleika í Laugarborg sunnudaginn 3. maí kl. 15:00. Undirleikari er Daníel Þorsteinsson. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona ætlar að syngja með kórnum nokkur lög ásamt hljómsveit hússins en hana skipa: Þorvaldur Yngvi Schiöth á vibrafón, Brynjólfur Brynjólfsson á gítar og Eiríkur G. Stephensen á kontrabassa.
Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Með kærri kveðju, Skólakór Hrafnagilsskóla og María Gunnarsdóttir kórstjóri