Tónlist og tuskur í Laugarborg

Eyfirska tískan
Aftur og enn standa Helgi og hljóðfæraleikararnir fyrir einstakri uppákomu. Í þetta sinn er það Tónleikar og tískusýning. Smellið á "Lesið meira" til að fá nánari upplýsingar.

Um tónlistarþáttinn sjá Helgi og hljóðfæraleikararnir auk Hvanndalsbræðra. Um tískuhlutann sjá Helgi og Beate í Kristnesi ásamt fjölda módela og aðstoðarfólks. Klæðnaðurinn er sérstaklega hannaður með það fyrir augum að vera klæðilegur, rómantískur, eggjandi og glæsilegur en um fram allt eru þetta föt fyrir hinar vinnandi eyfirsku konur. Efnin eru allt frá plasti og yfir í ull.
Í tilefni hátíðarinnar verður gefið út ritið eyfirska tískan og selt á staðnum fyrir u.þ.b. skid og ingenting.

Uppákoman er í Laugarborg við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit þann 16/3. Húsið opnar kl 21:30 og gamanið stendur til miðnættis. Miðaverð er aðeins 1500- kr. í PENINGUM og fyrstir koma, fyrstir fá.