Tónlistarskóli Eyjafjarðar

Fréttir

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs viljum við í tónlistarskólanum vekja athygli á því að á þessari önn eru laus pláss á bæði selló og þverflautu. Selló er t.d. kennt með Suzuki aðferð sem hentar vel ungum börnum frá u.þ.b. 5 ára aldri. Áhugasamir hafi samband við tónlistarskólann í síma 464-8110 eða innriti sig á heimasíðu skólans sem er www.tonlist.krummi.is.
Ennfremur værum við glöð að sjá fleiri nemendur á öllum aldri í klassísku söngnámi.
Góð kveðja úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar.