Umhverfisverðlaun Eyjafjarðarsveitar 2009

Fossland, Eyjafjarðarsveit
Líkt og undanfarin ár veitir umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar umhverfisverðlaun til þeirra íbúa sveitarinnar sem þykja skara fram úr hvað varðar umgengni og sumhverfisverdlaun_120nyrtilegt umhverfi.
Undanfarin ár hafa yfirleitt verið veittar viðurkenningar í tveimur flokkum, annars vegar til býlis þar sem stundaður er hefðbundinn landbúnaður og hins vegar til stakra húsa.
Í ár ákvað nefndin að bregða út af venjunni og veita viðurkenninguna til íbúa í götunni Fosslandi.


Við Fossland standa fjögur hús þar sem nefndinni þótti umgengni og frágangur lóða og umhverfis til mikillar fyrirmyndar. Eigendur húsanna eru:

Randver Karl Karlsson og Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Fossland 1
Kristinn G Kristinsson og Sigríður K Gunnarsdóttir, Fossland 2
Halldór G Baldursson og Anna Katrín E Þórsdóttir, Fossland 3
Jón Trausti Björnsson og Álfhildur Vilhjálmsdóttir, Fossland 5

Umhverfisnefnd óskar þeim til hamingju með verðlaunin og hvetur aðra íbúa sveitarinnar til að taka þá sér til fyrirmyndar.

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar
Valgerður Jónsdóttir
Brynhildur Bjarnadóttir
Sigurgeir Hreinsson

Ljósmynd: Vikudagur