UMSE með átta gull og kjörið Fyrirmyndarfélagið

Ungmennasamband Eyjafjarðar gerði góða ferð á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Keppendur UMSE voru að þessu sinni 50 talsins tóku þau þátt í dansi, fimleikum, frjálsíþróttum, glímu, golfi, hestaíþróttum, motocrossi, knattspyrnu, körfubolta og skák.

Einn hápunktur hátíðarinnar fyrir okkar lið var þegar lið UMSE hlaut þann eftirsótta titil „Fyrirmyndarfélagið“, en innganga UMSE við setningu mótsins vakti mikla athygli, enda mikill metnaður lagður í hana. Umgjörð sambandsins var sömuleiðis sögð til fyrirmyndar á mótinu og því kom þessi titill í okkar hlut að þessu sinni.

Mótið fór vel fram í alla staði og var mikil ánægja með hátíðina í heild sinni. Um 50 tjöld og vagnar voru á tjaldstæði UMSE og er áætlað að um 180 manns hafi tekið þátt í grillveislu okkar á laugardagskvöldinu.

Keppendur frá UMSE voru:

Arnór Reyr Rúnarsson
Arnór Snær Guðmundsson
Ásdís Dögg Guðmundsdóttir
Ásrún Jana Ásgeirsdóttir
Baldur Smári Sævarsson
Bertha Þórbjörg Steingrímsdóttir
Birta Dís Jónsdóttir
Bríet Brá Bjarnadóttir
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Elín Brá Friðriksdóttir
Elín Ósk Arnarsdóttir
Elísa Rún Gunnlaugsdóttir
Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir
Elvar Óli Marinósson
Embla Halldórsdóttir
Erla Marý Sigurpálsdóttir
Eydís Arna Hilmarsdóttir
Fannar Már Jóhannsson
Freyja Vignisdóttir
Friðrik Hreinn Sigurðsson
Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir
Guðmundur Smári Daníelsson
Hafsteinn Máni Guðmundsson
Hafþór Júlíusson
Heiðar Örn Guðmundsson
Helena Rut Arnarsdóttir
Helgi Pétur Davíðsson
Hera Margrét Guðmundsdóttir
Hugrún Lind Bjarnadóttir
Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson
Júlía Ósk Júlíusdóttir
Júlíana Björk Gunnarsdóttir
Kara Gautadóttir
Karen Perla Konráðsdóttir
Karl Vernharð Þorleifsson
Kolbrún Svansdóttir
Lotta Karen Helgadóttir
Marín Líf Gautadóttir
Nökkvi Þeyr Þórisson
Ólöf María Einarsdóttir
Ólöf Rún Júlíusdóttir
Rakel Ósk Jóhannsdóttir
Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir
Stefanía Andersen Aradóttir
Stefanía Sigurdís Jóhönnudóttir
Steinunn Erla Davíðsdóttir
Sveinborg Katla Daníelsdóttir
Úlfar Valsson
Valgeir Hugi Halldórsson
Þóra Björk Stefánsdóttir
Þorri Mar Þórisson