Umsókn um niðurgreiðslu æfingagjalda utan Eyjafjarðarsveitar

Eyjafjarðarsveit veitir foreldrum / forráðamönnum barna og ungmenna á aldrinum 6 - 17 ára styrki vegna íþróttaiðkunar utan Eyjafjarðarsveitar. Frá og með 1. nóvember 2012 verður greiddur styrkur vegna barna sem fædd eru á árunum 1995 - 2006. Meginmarkmið er að öllum börnum og ungmennum í Eyjafjarðarsveit verði auðveldað að stunda þá íþrótt sem þau hafa ekki tök á að stunda hér í sveitarfélaginu.  Innleiðing niðurgreiðslunnar er aukinn stuðningur við fjölskyldur, eykur valfrelsi barna og ungmenna og stuðlar að jöfnuði.
Íþrótta- og tómstundanefnd

Umsóknareyðublaðið má finna hér