Upphaf kirkjustarfs á nýju misseri

Fréttir
Kaupangskirkja
Kaupangskirkja

Fyrsta messa vetrarins verður í Kaupangskirkju sunnudaginn 29. september kl. 13:30 og öll hjartanlega velkomin.
Fermingarfræðslan í Eyjafjarðarsveit hefst þriðjudaginn 24. september. Tölvupóstur með nánari upplýsingum var sendur á foreldra fyrr í mánuðinum, ef einhverjir fengu hann ekki eða eiga eftir að skrá barnið sitt í fræðslu þá endilega hafið samband sem fyrst.
Sunnudagaskólinn hefst í Félagsborg sunnudaginn 13. október kl. 10:00 og verður annan hvern sunnudag. Nánar auglýst síðar.
Hópastarf á virkum dögum fyrir 10-12 ára börn (TTT hópur) hefst einnig í byrjun október og verður auglýsing send til foreldra.

Einnig minni ég á að sálgæsluviðtöl standa öllum til boða án endurgjalds og viðtalstími er samkomulagsatriði. Endilega hafið samband ef þið hafið fyrirspurnir eða ábendingar. Haustkveðja, Jóhanna Gísladóttir prestur, johanna.gi@kirkjan.is, s: 696-1112.