Upplýsingar um sorphirðu

Fréttir

Veður og færð hefur haft áhrif á okkur þessa vikuna auk þess sem Covid er á hraðri uppleið á svæðinu sem hefur áhrif á ýmsa starfsemi. Terra hefur ekki farið varhluta af þessu og eru þau að vinna í sorplosun sem hefur tafist af þessum orsökum.

Sorp var losað í innri hring í gær þriðjudag, sem var frestað vegna veðurs á mánudag. Eitthvað var um að ekki væri búið að moka heim að bæjum eða ekki mokað frá tunnum sem voru þá ekki losaðar. Verið er að losa sorp í  ytri hring í dag. 

Búið er að taka meiri hluta baggaplasts og er vonast til að hægt verði að klára það í þessari viku.