Útboð - Hrafnagilsskóli viðbygging

Fréttir
Hrafnagilsskóli viðbygging
Hrafnagilsskóli viðbygging

Eyjafjarðarsveit óskar eftir tilboðum í fyrsta áfanga viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Um er að ræða jarðvinnu, steypu sökkla og botnplötu ásamt lagnavinnu.

Helstu magntölur í verkinu eru:
• Undirstöðu- og veggjamót um 850 m2
• Bendistál um 15.500 kg
• Steypa um 320 m³
• Einangrun sökkulveggja um 300 m2
• Einangrun botnplötu um 850 m2
• Jarðvatnslagnir um 155 m
• Frárennslislagnir um 200 m
• Gólfhitalagnir í botnplötu um 4900 m
• Gröftur um 3.600 m³
• Fyllingar um 2.100 m³

 

Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 30. apríl 2022.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt frá og með mánudeginum 25.október 2021.
Beiðni um afhendingu gagna skal send í tölvupósti á netfangið rab@verkis.is

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu VERKÍS að Austursíðu 2, 603 Akureyri þann
12. nóvember 2021 klukkan 11.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.