Valdi lýkur sínu frábæra starfi við mötuneyti Eyjafjarðarsveitar

Valdemar matreiðslumeistari
Valdemar matreiðslumeistari

Það verður eflaust söknuður hjá mörgum þar sem Valdemar Valdemarsson "Valdi", matreiðslumeistari, lætur nú eftir mötuneyti Eyjafjarðarsveitar en föstudaginn 12.júlí reiðir hann formlega fram sínar síðustu veitingar sem verktaki mötuneytisins. 

Mikil ánægja hefur verið með störf Valda sem séð hefur um rekstur einingarinnar til fjölda ára. Hefur hann þar lagt ríka áherslu á framúrskarandi gott bragð og gæði fæðunnar, að bjóða uppá íslenskt hráefni eftir fremsta megni og hafa ferskleika og næringu í fyrirrúmi.

Við þökkum Valda innilega fyrir samstarfið síðastliðin ár og óskum honum velfarnaðar í komandi ævintýri.