Viðtal við fulltrúa H-listans í sveitarstjórn

Í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012 og þriggja ára áætlunar 2013-2015, ætla sveitarstjórnarfulltrúar H- listans að bjóða upp á viðtöl næskomandi laugardag (26/11) frá kl. 11. Ef þú þarft að koma einhverju á framfæri við sveitarstjórn, lumar á góðri hugmynd sem snertir rekstur sveitarfélagsins okkar eða bara vilt lesa okkur pistilinn þá endilega láttu sjá þig ; ) Tekið er við pöntunum í viðtal á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar alla virka daga frá kl 8:00 í síma 463-0600. Sjáumst!
H-listinn á fjóra af sjö sitjandi fulltrúum í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar.
F.h. H-listans Arnar Árnason