Vígsla göngustígs í Kristnesskógi

Þriðjudaginn 23. ágúst síðastliðinn var nýr göngustígur formlega vígður í Kristnesskógi. Þessi göngustígur er sérstaklega hannaður með þarfir fatlaðra í huga og kemur til með að bæta aðstöðu til endurhæfingar í Kristnesi enn frekar. Vígslan fór fram í sól og blíðu í skóginum og voru á milli 30 og 40 manns viðstaddir vígsluna. 

Á vef Skógræktarinnar má sjá upplýsingar um verkefnið og vígsluna

Eyjarfjarðarsveit óskar hlutaðeigandi aðilum til hamingju með verkefnið. 

Meðfylgjandi myndir eru fengnar frá Skógrækt ríkisins

Rúnar Ísleifsson skógarvörður flytur ávarp