Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2005-2025- endurskoðun árið 2013 - skipulagslýsing

Aðalskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Ejafjarðarsveitar 2005-2025. Ætlunin er að yfirfara og lagfæra gildandi Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar þar sem landnotkunarflokkar verða uppfærðir miðað við þær breytingar sem orðið hafa á aðalskipulagi síðan það var staðfest og lagfæra texta og gera hann skýrari þar sem reynslan hefur sýnt að þörf sé á því. Skipulagslýsingin liggur frammi á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, einnig hægt að skoða hér, 14. – 31. mars. Þeir sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna lýsingarinnar eru beðnir að senda þær skriflega til Eyjafjarðarsveitar í seinast lagi 31. mars. n.k.
Sveitarstjóri