Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - auglýsing á afgreiðslu sveitarstjórnar

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti þann 26. ágúst 2021 breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2021 sem felur í sér að aðveituæð kalds vatns sem liggur frá Vaðlaheiðargöngum eftir Leiruvegi til Akureyrar er færð inn á skipulagsuppdrátt. Í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 telst breytingin óveruleg.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku breytts aðalskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

Skipulags- og byggingarfulltrúi