Eyrarland, Eyjafjarðarsveit – kynning aðal- og deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 25. ágúst 2022 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Eyrarlands í kynningarferli skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB14, þar sem í gildandi aðalskipulagi er gert ráð fyrir 10 íbúðarhúsum, eru auknar í 15 hús. Deiliskipulagstillagan tekur til tíu íbúðarlóða á íbúðarsvæði ÍB14, á spildu austan Veigastaðavegar og sunnan íbúðarbyggðarinnar Kotru.

Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 1. september og 14. september 2022 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Meðan á kynningu stendur gefst almenningi kostur á að koma ábendingum vegna skipulagstillögunnar á framfæri við skipulags- og byggingar fulltrúa sveitarfélagsins. Erindi vegna málsins skulu vera skriflega og berast á tölvupóstfangið sbe@sbe.is eða með bréfpósti til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri.

Opið hús vegna kynningarinnar fer fram á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, fimmtudaginn 8. september 2022 milli kl. 12:00 og 15:00. Opið hús fer fram í samræmi við gr. 5.6.1. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 og mun skipulagsfulltrúi vera viðstaddur og veita upplýsingar um skipulagstillöguna og taka við ábendingum.

Breyting á aðalskipulagi

Greinargerð

Uppdráttur

Skipulags- og byggingarfulltrúi