Kroppur íbúðarsvæði - Ölduhverfi, Eyjafjarðarsveit auglýsing aðal- og deiliskipulagstillögu

Fréttir Aðalskipulagsauglýsingar Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 2. febrúar 2023 sl. að vísa aðal- og deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarbyggð í landi Kropps í auglýsingu skv. 31. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í aðalskipulagstillögunni felst að byggingarheimildir á íbúðarsvæði ÍB8 í landi Kropps eru auknar úr 80-100 íbúðum í 213 íbúðir. Auk þess koma í aðalskipulagstillögunni fram skilmálar um íbúðargerðir, yfirbragði byggðar og áfangaskiptingu uppbyggingar á svæðinu. Í deiliskipulagstillögunni eru skilgreindara lóðir fyrir alls 23 fjölbýlishús, 15 raðhús og 8 einbýlishús. Lóðirnar skiptast upp í fjóra framkvæmdaráfanga upp á 50-60 íbúðir. Deiliskipulagstillagan gerir einnig grein fyrir vegtengingu íbúðarsvæðisins við götu- og stígakerfi Hrafnagilshverfis og staðsetningu hreinsivirkis fráveitu.
Skipulagstillögurnar eru aðgengilegar á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 8. maí 2023 og 19. júní 2023 sem og á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á gera athugsemdir við skipulagstillögurnar til mánudagsins 19. júní 2023. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast til Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulagsfulltrúi

Greinargerð

Uppdráttur 1

Uppdráttur 2

Aðalskipulagsbreyting