Tjarnavirkjun, Eyjafjarðarsveit – tillaga að aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi

Aðalskipulagsauglýsingar

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025; Tjarnavirkjun. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2005-2025 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að iðnaðarsvæði I 10 er skilgreint í landi Tjarna vegna 1 MW vatnsaflsvirkjunar sem þar er fyrirhuguð. Ásamt því eru efnistökusvæði E32, vegtengingar og tenging virkjunarinnar við dreifikerfi raforku skilgreind. Breytingartillagan verður til sýnis á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 4. maí 19. júní 2018 og hjá Skipulagsstofnun í Borgartúni 7b í Reykjavík. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna til þriðjudagsins 19. júní 2018. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða í tölvupósti á esveit@esveit.is.

Tillaga að deiliskipulagi Tjarnavirkjunar, Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 9. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Tjarnavirkjunar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er í landi Tjarna, Hólsgerðis og Halldórsstaða og er aðkoma að svæðinu um Eyjafjarðarbraut vestari (nr. 821). Deiliskipulagið felur í sér heimild til byggingar 1 MW vatnsaflsvirkjunar í Eyjafjarðará. Inntaksstífa verður skammt ofan við gamalt brúarstæði í landi Tjarna og mun þrýstipípa liggja meðfram ánni að stöðvarhúsi við brú að Halldórsstöðum. Efnistökusvæði verður á Gleráreyrum syðst á skipulagssvæði. Tillagan liggur frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 4. maí og 19. júní 2018 og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar, esveit.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast sveitarfélaginu í síðasta lagi 19. júní annaðhvort á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9, Hrafnagilshverfi, 601 Akureyri, eða á netfangið esveit@esveit.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar

Aðalskipulagsbreyting