Deiliskipulag Óshólma Eyjafjarðarár

Deiliskipulagsauglýsingar

Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit auglýsa Deiliskipulag óshólma Eyjafjarðarár

Með vísan til 25. greinar skipulags- og byggingarlaga auglýsa Akureyrarbær og Eyjafjarðarsveit í sameiningu tillögu að deiliskipulagi óshólmasvæðis Eyjafjarðarár.
Skipulagssvæðið sem er um 9 km2 að stærð afmarkast að norðan af Leiruvegi, að austan af Eyjafjarðarbraut eystri, að sunnan af landamerkjalínu Þórustaða og Grafar í suðurodda Staðareyjar og framlengingu hennar vestur að vegi, og að vestan af Eyjafjarðarbraut vestri og umráðasvæði Akureyrarflugvallar. Í tillögunni er m.a. kveðið á um 3 mismunandi stig verndunar á svæðinu, nýtingu þess og nytjar, legu göngu- og reiðleiða og staði fyrir þjónustusvæði.
Tillagan mun liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð (opið virka daga kl. 8-16), og á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra Laugalandi (opin virka daga kl. 10-14), næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 19. janúar 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur og á heimasíðu Eyjafjarðarsveitar: www.eyjafjardarsveit.is undir: Tilkynningar.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 19. janúar 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð eða á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Syðra Laugalandi. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

Tillöguuppdráttur

Skýringaruppdráttur

Greinargerð