Syðri-Varðgjá, deiliskipulag

Deiliskipulagsauglýsingar

Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar, 12 júní 2012, er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis VÞ 5a að Syðri-Varðgjá, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagstillagan er í samræmi við breytingu á aðalskipulagi sem samþykkt hefur verið í sveitarstjórn og er í staðfestingarferli.

Tillagan er um að á svæðinu megi byggja gistihús og eina íbúð og má sjá með því að smella hér. Tillagan er einnig kynnt á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 frá 15. júní til 27. júlí 2012.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 27. júlí 2012.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Sveitarstjóri