Þórustaðir II, Eyjafjarðarsveit – breyting á gildandi deiliskipulagi

Deiliskipulagsauglýsingar

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 16. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir íbúðarsvæði í landi Þórustaða II í Eyjafjarðarsveit skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er um 2,3 ha að flatarmáli og er í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins skilgreint sem íbúðarsvæði ÍB20. Breytingin felst í að einni 2138 fm íbúðarlóð fyrir einbýlishús er bætt við deiliskipulag.
Skipulagstillagan mun liggja frammi á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar milli 1. desember 2020 og 12. janúar 2021 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu sveitarfélagsins, esveit.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til þriðjudagsins 12. janúar 2021. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skulu berast á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Þórustaðir II - skipulagstillaga