Kynning á skipulagstillögu svæðisskipulags Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsauglýsingar
Svæðisskipulag Eyjafjarðar
Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar afgreiddi á fundi sínum 7. maí s.l. til kynningar drög að skipulagstillögu og umhverfisskýrslu vegna breytinga á svæðisskipulagi. Tillagan verður síðan send sveitarstjórnum til staðfestingar að lokinni kynningu sem stendur yfir út júní.

Athugasemdum má koma á framfæri með tölvupósti á afe@afe.is  eða senda í pósti til Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, v. svæðisskipulags, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri fyrir lok júní 2018. Drög að skýrslu um breytingar vegna flutningslína raforku má lesa hér.  Umhverfisskýrsluna má lesa hér.