10 ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar

Fréttir

Ómar Ólafsson átti á dögunum 10 ára starfsafmæli í Íþróttamiðstöðinni í Eyjafjarðarsveit. Af því tilefni var slegið upp veislu til heiðurs Ómari. Ómar hefur verið ákaflega farsæll í sínum störfum í íþróttamiðstöðinni, er vinsæll meðal gesta og samstarfsfélaga og nýtur virðingar nemenda Hrafnagilsskóla.

Eyjafjarðarsveit óskar Ómari innilega til hamingju með þessi tímamót og hlakkar til að njóta starfskrafta hans áfram.