Aðal- og deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit

Fréttir

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 5. júní sl. að kynna vinnslutillögu aðalskipulagsbreytingar vegna skilgreiningar verslunar- og þjónustusvæðis að Brúarlandi ásamt breytingu á greinargerð deiliskipulags fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því að meginhluti tveggja af þremur íbúðarsvæðum ÍB15 verða skilgreind sem verslunar- og þjónustusvæði Skipulagssvæðið. samhliða því verða gerðar breytingar á deiliskipulagi þar sem skipulagsskilgreiningu svæðisins í gildandi aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, verður breytt úr íbúðarbyggð í verslunar- og þónustusvæði. Þannig verði 13 lóðir af 15 á skipulagssvæðinu hæfar til reksturs langtíma gistiþjónustu.

Skipulagstillagan er aðgengileg á sveitarskrifstofu Eyjafjarðarsveitar, Skólatröð 9 Hrafnagilshverfi, milli 10 og 11. 19. september 2025, á heimasíðu sveitarfélagsins, www.esveit.is og á vef Skipulagsgáttar, www.skipulagsgatt.is undir málsnúmeri 333/2025 og 1107/2025. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að koma athugasemdum á framfæri á þessum tíma. Hægt er að koma athugasemdum á framfæri undir málinu á vef Skipulagsgáttar með innskráningu rafrænna skilríkja. Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar, Skólatröð 9, 605 Akureyri, eða í tölvupósti á netfangið sbe@sbe.is 

Brúarland (ÍB 15), breytingar á skilgreiningu í ASK (2501006)
Deiliskipulagsbreyting Brúarlands í Eyjafjarðarsveit