Breytingar á aðal- og deiliskipulagi
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt að auglýsa tillögur að breytingum á aðal- og deiliskipulagi Eyjafjarðarsveitar í samræmi við 31. gr. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Leifsstaði II
Tillögurnar taka til Leifsstaða II og fela í sér endurskoðun gildandi skipulags til að heimila frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Gert er ráð fyrir nýrri hótelbyggingu og fjölgun gistieininga. Einnig verður gerð breyting á aðalskipulagi til samræmis við breytta landnotkun og aukið byggingarmagn.
Bakkaflöt – athafnasvæði
Með breytingunni er gert ráð fyrir að landbúnaðarsvæði á Bakkaflöt verði nýtt undir athafnarstarfsemi, þar á meðal sorpflokkun, geymslu og þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins. Einnig er skilgreint nýtt efnistökusvæði í Eyjafjarðará, sunnan við svæðið. Deiliskipulagstillagan felur í sér uppbyggingu á 7,2 ha svæði með þremur götum og tíu lóðum þar sem gert er ráð fyrir skipulegu umhverfi með gróðri, veitumannvirkjum og góðri aðkomu að starfsemi svæðisins.
Ofangreindar tillögur eru aðgengilegar á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar að Skólatröð 9 á skrifstofutíma, á heimasíðu sveitarfélagsins og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum við tillögurnar. Athugasemdir skulu berast skriflega í gegnum skipulagsgáttina eða með tölvupósti á sbe@sbe.is. Umsagnarfrestur er til og með 24.11.2025 fyrir Bakkaflöt og 26.11.2025 fyrir Leifsstaði II. Opið hús verður haldið á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar þann 10.11.2025 kl. 10:00-12:00 þar sem tillögurnar munu liggja frammi.
Endurskoðun aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar
Tillögur frá íbúum og áform landeiganda
Í vinnslu er endurskoðun aðalskipulags fyrir Eyjafjarðarsveit þar sem sett er fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun og þróun byggðar til næstu 12 ára.
Íbúar eru hvattir til að senda inn hugmyndir og tillögur sem nýtast við mótun skipulagsins.
Mögulegt er að koma ábendingum og gögnum á skipulagsráðgjafa verkefnisins til 1. desember n.k. á netfangið atli@landslag.is eða skriflega á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar. Einnig má koma ábendingum til skila á netfangið sbe@sbe.is
Skipulagsfulltrúi Eyjafjarðar