Eyjafjarðarsveit mun sækja ferðaráðstefnuna Vestnorden sem hefst í lok september á Akureyri. Sveitarstjóri mun sækja ferðaráðstefnuna fyrir hönd sveitarfélagsins og þeirra þjónustuaðila sem hér starfa og er þannig lögð áhersla á að kynna sveitarfélagið í heild sem góðan stað fyrir ferðaþjónustuaðila.
Kallar sveitarfélagið nú eftir upplýsingum frá ferðaþjónustuaðilum á svæðinu til að uppfæra heimasíðu https://www.esveit.is/ferdathjonusta og kynningarefni fyrir ráðstefnuna og til að tryggja að ferðaþjónustuaðilar á svæðinu séu hluti af kynningarefni sveitarfélagsins.
Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að senda upplýsingar á finnur@esveit.is vegna þessa.